Heimavöllur Komdu með á Spáni í golfinu er Melia Villaitana en þar er glæsilegt golfsvæði og frábært hótel en þetta svæði er í næsta nágrenni við Alicante. Karen Sævarsdóttir og Karl Ómar Karlsson sjá um golfferðir Komdu með.

Við gerum líka tilboð í alla hópa. Sendu póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við finnum ferð fyrir þig og þína. 

Ferðir í sölu:

1) Páskaferð til Melia Villaitana 5-15. apríl 2020 (10 nætur)
Við bjóðum frábæra golfferð um páskana á Melia Villaitana. Þetta er tíu daga ferð en það er spilað golf í 9 daga. Gist er á hinu glæsilega Melia Villaitana hóteli en það er staðsett fyrir ofan Benidorm en við hótelið eru tveir golfvellir. Fararstjórar og kennarateymið í ferðinni eru þau Karen Sævarsdóttir LPGA og Karl Ómar Karlsson PGA/SPGA. Þau eru með margra ára reynslu af kennslu fyrir alla á öllum stigum og keppnisgolfi.

Verð: 279.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi er 46.500 krónur.
Innifalið í verðinu:

-Flug með Norwegian til Alicante með tösku og golftösku
-Gisting í 10 nætur á þessu glæsilega hóteli með hálfu fæði
-9 hringir golf með golfbíl (Í boði er ótakmarkað golf en mögulegir hringir eftir hádegi eru alltaf háðir umferð á völlunum hverju sinni).
-Rúta til og frá flugvelli í Alicante
-Golfkennsla og þjálfun með Karen og Kalla

Í boði í þessari páskaferð er golfskóli fyrir alla og sömuleiðis þjálfun í golfi fyrir kylfinga með 25 og lægra í forgjöf.

Golfskóli fyrir alla - 30.000 kr aukalega á mann
Skólinn hentar þeim sem eru að taka sín fyrstu skref í golfi og fyrir þau sem eru komin með forgjöf. Skólinn er á morgnana í fimm daga og er gert ráð fyrir að nemendur leiki golf eftir klukkan 14:00 á daginn. Lærðu grunnatriðin í púttum, vippum og sveiflu auk þess að leika á golfvelli. Það er gaman í golfi og er þetta kjörin leið til þess að kynnast íþróttinni og ná sér í meiri færni.

Þjálfun í golfi fyrir kylfinga með 25 og lægra í forgjöf - 25.000 kr aukalega á mann
Ef þú hefur áhuga á þvi að verða betri kylfingur og mæta vel undirbúinn til leiks næsta sumar þá er þjálfunarleiðin í fimm daga fyrir þig. Þar er farið í gegnum allt sem viðkemur golfleik þínum. Kennsla og þjálfun, æfingar og verkefni. Hugsunin er að þú leikir 18 holur fyrir hádegi og mætir síðan í þjálfun seinna um daginn til Karenar og Kalla.

Aðeins 24 sæti eru í boði í þessa páskaferð þannig að best er að bóka sem fyrst til að tryggja sér sæti í þessa stórskemmtilegu ferð.

Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró.

Staðfestingargjaldið er 80.000 krónur og þarf að greiða það við bókun. Svo þarf að klára að borga ferð 8 vikum fyrir brottför eða í síðasta lagi 9. febrúar 2020.

2) Kvennaferð Karenar til Melia Villaitana 20-27. apríl 2020 (7 nætur)

Eins og síðustu ár verður Karen Sævarsdóttir með sérstaka kvennaferð á Melia Villaitana í apríl 2020. Eins og alltaf verður gaman og aðalatriðið auðvitað njóta þess að spila golf við frábærar aðstæður.

Verð: 219.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi.
Innifalið í verðinu:

-Flug með Norwegian til Alicante með tösku og golftösku
-Gisting í 7 nætur á þessu stórkostlega hóteli með hálfu fæði
-6 hringir golf með golfbíl 
-Rúta til og frá flugvelli í Alicante
-Golfkennsla

Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi er 31.000 krónur.

Aðeins 10 sæti eru eftir í þessa ferð og verður ekki bætt við sætum þannig að best er að bóka sem fyrst til að tryggja sér sæti í þessa stórskemmtilegu ferð.

Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró.

Staðfestingargjaldið er 80.000 krónur og þarf að greiða það við bókun. Svo þarf að klára að borga ferð 8 vikum fyrir brottför eða í síðasta lagi 24. febrúar 2020.

3) Golfskóli í kvennaferð Karenar á Melia Villaitana 20-27. apríl 2020 (7 nætur)
Einnig verður í boði í kvennaferðinni í apríl sérstakur golfskóli fyrir konur.

Verð: 234.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi.

Innifalið í verðinu:
-Flug með Norwegian til Alicante með tösku og golftösku
-Gisting í 7 nætur á þessu stórkostlega hóteli með hálfu fæði
-5 golfdagar
-Golfskóli í 3 tíma á dag í 5 daga
-Rúta til og frá flugvelli í Alicante

Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi er 31.000 krónur.

Aðeins 6 sæti af þessum 24 sætum í ferðina eru í boði í golfskólann og verður ekki bætt við sætum þannig að best er að bóka sem fyrst til að tryggja sér sæti í þennan stórskemmtilega golfskóla.

Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró.

Staðfestingargjaldið er 80.000 krónur og þarf að greiða það við bókun. Svo þarf að klára að borga ferð 8 vikum fyrir brottför eða í síðasta lagi 24. febrúar 2020.