Hjá ferðaskrifstofunni Komdu með getum við sett saman sérferðir fyrir allt og alla. Við getum til dæmis sett saman ferðir fyrir þá sem vilja fara á áhugaverðar sýningar eða vilja fara með vinahópnum í vínsmökkun á Spáni. Svo erum við með fjölmargar spennandi og skemmtilegar hreyfiferðir. Einnig getum við sett saman ferðir á íþróttaviðburði eins og UFC og pílukast. Þetta eru sem sagt mjög sérstakar ferðir. Einnig getum við við skipulagt æfingaferðir fyrir flestar ef ekki allar íþróttagreinar. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Við svörum fljótt og örugglega.

1) Borgarferð til London 6-9. mars 2020
Við hjá Komdu með erum með skemmtilega borgarferð til London í byrjun mars 2020. Ertu með?

Verð 75.900 krónur á mann miðað við tvo saman í herbergi

Innifalið í verðinu:
-Flug með Easyjet til London Gatwick 6.3 klukkan 12:20 og lent er í London klukkan 15:35. Flugið heim er svo klukkan 15:30 og lending á Íslandi er áætluð klukkan 18:50.
-12 kg handfarangur
-Rúta til og frá flugvelli
-Gisting í 3 nætur á Holiday Inn Kensington Forum
-Morgunmatur

Hægt er að fá nánari upplýsingar um ferðina og skrá sig með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró.

2) Pílukast - Unibet Premier League FINAL í London 21. - 24. maí 2020 
Nú verður gaman í O2 Arena. Bestu pílukastarar í heimi mæta til leiks og keppa til úrslita í Unibet Premier League 2020. Eftir 16 mót er komið að úrslitum. Mjög líklegt er að menn eins og Michael van Gerwen, Rob Cross og Peter Wright verði meðal keppenda þetta lokakvöld. Miðarnir í þessum pakka eru sérstakir VIP-miðar með aðgangi að American Express Lounge í O2 Arena. Svo eru sætin í höllinni á frábærum stað eða í block 102 eða á sambærilegum stað. Þetta verður svo gaman!

Verð frá 99.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi

Innifalið í verðinu:
-Flug með Icelandair/Easyjet til London
-Gisting í 3 nætur á 4* hóteli miðsvæðis í London
-VIP-miði á úrslitakvöldið

Það eru aðeins 12 sæti eftir í ferðina. Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró.