Hjá ferðaskrifstofunni Komdu með getum við sett saman sérferðir fyrir allt og alla. Við getum til dæmis sett saman ferðir fyrir þá sem vilja fara á áhugaverðar sýningar eða vilja fara með vinahópnum í vínsmökkun á Spáni. Svo erum við með fjölmargar spennandi og skemmtilegar hreyfiferðir. Einnig getum við sett saman ferðir á íþróttaviðburði eins og UFC og pílukast. Þetta eru sem sagt mjög sérstakar ferðir. Einnig getum við við skipulagt æfingaferðir fyrir flestar ef ekki allar íþróttagreinar. Ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.. Við svörum fljótt og örugglega.

1) SPÖRTU-ferð til Tenerife - 21. - 28. mars 2020
Í lok mars á næsta ári ætlar íþróttafræðingurinn geðþekki Fannar Karvel að vera með magnaða SPÖRTU-ferð til Tenerife. Þetta er einstakt tækifæri til að æfa við bestu mögulegu aðstæður í sól og sumaryl með frábærum þjálfara. Gist verður á Hotel HOVIMA Costa Adeje en það er mjög huggulegt 4* hótel og svo verður æft í Tenerife Top Training en þar er allt til alls. Það verða allt að þrjár æfingar á dag og blandað verður saman mobility, styrktaræfingum, íþróttum, hlaupum og svo framvegis.

Nánar um Tenerife Top Training 

Fannar Karvel er Íþróttafræðingur að mennt með B.Sc. frá Háskólanum í Reykjavík með MBA frá Real Madrid Graduate School og hefur starfað við þjálfun síðan árið 2000. Fannar hefur m.a starfað sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík, styrktarþjálfari HSÍ, fitnessþjálfari KSÍ, meistaraflokka í efstu deildum allra boltagreina, landsliðmenn m.a. í knattspyrnu, handbolta og körfubolta svo fátt eitt sé nefnt. Fannar rekur Spörtu heilsurækt ásamt eiginkonu sinni.

Verð: 239.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi er 60.000 krónur.

Innifalið i verðinu:
-Flug til Tenerife og auðvitað heim aftur
-20 kg taska og handfarangur
-Rúta til og frá flugvelli
-Gisting í 7 nætur á Hotel HOVIMA Costa Adeje 4* - Nánar um hótelið
-Hálft fæði
-Íslensk fararstjórn
-Glæsileg dagskrá alla vikuna

Það eru aðeins 30 sæti í boði í þessa ferð. Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró. Staðfestingargjaldið er 80.000 krónur og þarf að greiða það við bókun. Svo þarf að klára að borga ferð 8 vikum fyrir brottför eða í síðasta lagi 25. janúar 2020. Lágmarksþátttaka er 16 manns.

2) Æfingaferð til Kanarí 14. - 21. mars 2020
Í mars á næsta ári ætlum við að fara æfingaferð til Kanarí með Sigþóri Árnasyni eða sjálfri Stálmúsinni. Það verða hörku æfingar á hverjum degi á Crossfit-stöð sem er alveg við hótelið en einnig verður æft á ströndinni og farið í Spinning. Þetta er frábært tækifæri fyrir konur og karla til þess að setja heilsuna í fyrsta sætið og fá til þess leiðsögn og hvatningu frá frábærum þjálfara. Þetta verður rosaleg ferð. Ertu með?

Fararstjóri: Sigþór Árnason (Stálmúsin) byrjaði kenna stöðvar í Hress fyrir ansi mörgum árum og hefur kennt stöðvar, boxfit, hjól, herþjálfun og einkaþjálfun allar götur síðan.

Verð: 179.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi er 55.000 krónur.

Innifalið i verðinu:
-Flug með Norwegian til Kanarí og heim aftur
-20 kg taska og handfarangur
-Rúta til og frá flugvelli
-Gisting í 7 nætur á Occidental Margaritas en það er 4* hótel á flottum stað
-Hálft fæði
-Íslensk fararstjórn
-Glæsileg æfingadagskrá alla vikuna

Það eru aðeins 20 sæti í boði í þessa ferð. Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró. Staðfestingargjaldið er 80.000 krónur og þarf að greiða það við bókun. Svo þarf að klára að borga ferð 8 vikum fyrir brottför eða í síðasta lagi 18. janúar 2020. Lágmarksþátttaka er 12 manns.

3) Jóga- og heilsuferð til Tossa de Mar á Spáni - 19. - 26. maí 2020
Í maí á næsta ári ætlum við að fara í jóga- og heilsuferð til Tossa de Mar á Spáni með Guðrúnu Reynis og Guðrúnu Ingólfs. G & G hafa sett saman vandaða og metnaðarfulla dagskrá en hægt er að sjá dagskrána í heild sinni hér að neðan. Þetta er frábært tækifæri fyrir konur og karla til þess að setja heilsuna í fyrsta sætið og fá til þess leiðsögn sérfræðinga. Þetta verður dásamleg ferð. Ertu með?

Fararstjórar: Guðrún Reynisdóttir og Guðrún Ingólfsdóttir

Guðrún Reynis er Yoga Alliance viðurkenndur jógakennari með grunnkennararéttindi í jóga frá Jógaskóla Kristbjargar og framhaldskennararéttindi í jóga frá Skyros Yoga Academy á Grikklandi. Guðrún er einnig með kennararéttindi í Yoga Trapeze, Yin Yoga, pilates, foam flex og trigger point pilates. Guðrún var formaður Jógakennarafélags Íslands árin 2014-2018 og er með hóptíma og námskeið í Reebok Fitness.

Guðrún Ingólfsdóttir er sálfræðingur, lýðheilsufræðingur og jógakennari. Hún hefur unnið sem klínískur sálfræðingur um árabil og starfað bæði sjálfstætt og hjá stofnunum með einstaklinga og hópa. Guðrún hefur haldið námskeið og fyrirlestra, meðal annars um sjálfstyrkingu og streitustjórnun, og stuðst þar við samkenndarsálfræði, núvitund, hugræna atferlismeðferð og ACT meðferð.

Verð: 179.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir einstaklingsherbergi er 55.000 krónur.

Innifalið i verðinu:
-Flug með Norwegian til Barcelona og auðvitað heim aftur
-20 kg taska og handfarangur
-Rúta til og frá flugvelli
-Gisting í 7 nætur á Gran Hotel Reymar en það er 4* hótel á frábærum stað í Tossa de Mar
-Hálft fæði
-Íslensk fararstjórn
-Glæsileg dagskrá alla vikuna

Dagur 1 (19. maí)
Flug frá Keflavík kl. 13:30 og lent í Barcelona kl. 19:45. Rútuferð á hótelið.

Dagur 2 (20. maí)
07:30 – 09:15 Jóga og núvitundar/samkenndarhugleiðsla – farið yfir dagskrá ferðarinnar
17:30 – 19:00 Jóga, sálfræðifyrirlestur og æfingar

Dagur 3 (21. maí)
08:00 – 09:15 Jóga og núvitundar/samkenndarhugleiðsla
14:00 – 17:00 Gönguferð og teygjuæfingar

Dagur 4 (22. maí)
08:00 – 09:15 Jóga og núvitundar/samkenndarhugleiðsla
20:30 – 22:15 Sálfræðifyrirlestur og Yoga nidra

Dagur 5 (23. maí)
08:00 – 09:15 Jóga og núvitundar/samkenndarhugleiðsla
17:30 – 18:30 Jóga/pilates

Dagur 6 (24. maí)
08:00 – 09:15 Jóga og núvitundar/samkenndarhugleiðsla
14:00 – 18:00 Gönguferð og teygjuæfingar
20:00 – 23:00 Kvöldverðarhóf. Spurningakeppni og aðrir skemmtilegir leikir

Dagur 7 (25. maí)
17:30 – 18:30 Power jóga og teygjur

Dagur 8 (26. maí)
Heimferð frá Barcelona kl. 10:20 og lent í Keflavík kl. 12.50

Það eru aðeins 20 sæti í boði í þessa ferð. Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró. Staðfestingargjaldið er 80.000 krónur og þarf að greiða það við bókun. Svo þarf að klára að borga ferð 8 vikum fyrir brottför eða í síðasta lagi 24. mars 2020. Lágmarksþátttaka er 16 manns.

4) Pílukast - Unibet Premier League FINAL í London 21. - 24. maí 2020 
Nú verður gaman í O2 Arena. Bestu pílukastarar í heimi mæta til leiks og keppa til úrslita í Unibet Premier League 2020. Eftir 16 mót er komið að úrslitum. Mjög líklegt er að menn eins og Michael van Gerwen, Rob Cross og Peter Wright verði meðal keppenda þetta lokakvöld. Miðarnir í þessum pakka eru sérstakir VIP-miðar með aðgangi að American Express Lounge í O2 Arena. Svo eru sætin í höllinni á frábærum stað eða í block 102 eða á sambærilegum stað. Þetta verður svo gaman!

Verð frá 109.900 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi

Innifalið í verðinu:
-Flug með Icelandair/Easyjet til London
-20 kg taska og handfarangur
-Gisting í 3 nætur á 4* hóteli miðsvæðis í London
-VIP-miði á úrslitakvöldið

Það eru aðeins 12 sæti eftir í ferðina. Hægt er að skrá sig í ferðina með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. - hægt er að greiða ferðina með millifærslu, kreditkorti eða Netgíró.