Ferðaskrifstofan Komdu með elskar allar gerðir af hópum hvort sem þeir eru stórir eða smáir og bjóðum við alla hópa velkomna til okkar. Við höfum mikla reynslu af skipulagningu hópferða í gegnum árin og höfum við séð um skipulagningu fyrir litla hópa upp í nokkur hundruð manna fyrirtæki. Vinsælustu borgirnar hafa verið Berlín, Brighton, Prag, Lissabon, Barcelona, Dublin, Kaupmannahöfn, Stokkhólmur, Helsinki, París, Varsjá, Gdansk, Budapest og Edinborg. Einnig getum við útvegað leiguvél til að fara á aðra staði eins og Split, Möltu, Riga, Bratislava, Madrid, Zagreb og Róm.
Í öllum helstu borgunum höfum við sterk sambönd og getum séð um skipulagningu frá A – Ö. Meðal þess sem við getum séð um er skipulagning á flugi, hótelum, hátíðarmat, tónlist, veislustjórn, fararstjórn, ljósmyndun ásamt fjölbreyttu úrvali skoðunarferða. Komdu með hópinn þinn til okkar og við setjum saman ógleymanlega ferð fyrir hópinn þinn. Sendu póst á bragi@komdumed.is til að fá nánari upplýsingar eða sendu okkur skilaboð hér fyrir neðan.