Ferðaskrifstofan Komdu með elskar fótbolta. Það að vera á staðnum er alveg einstök upplifun. Við getum sett saman ferðir á alla helstu leikina í enska, boltanum og einnig selt staka miða. Einnig getum við sett saman ferðir á leiki í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni og sömuleiðis selt staka miða. Sendu okkur póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. til að fá tilboð í þína ferð eða þá miða sem þig vantar í fótboltaferðina þína.

Við erum einnig með miða á aðra íþróttaviðburði eins og Wimbledon-tennismótið 2022, World Rugby, NFL í London og Box í O2 Arena í London.

Ferðir og stakir miðar á leiki á næsta tímabili 2022/2023 í enska boltanum fara í sölu um miðjan júní en þá verður birt leikjaplanið fyrir komandi tímabil. 

Hópferð á Arsenal - Everton 20. - 23. maí 2022 - UPPSELT
Ferðaskrifstofan Komdu með og Arsenal-klúbburinn á Íslandi verða með hópferð fyrir félaga í Arsenal-klúbbnum á Íslandi á lokaleik Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili en sá leikur er gegn Everton sunnudaginn 22. maí klukkan 16:00 á Emirates Stadium. Það eru ekki margir miðar í boði og því nauðsynlegt að staðfesta ferðina sem allra fyrst ef þú hefur áhuga á því að koma með á Emirates Stadium.

Það verður flogið með PLAY til London Stansted klukkan 6:30 föstudaginn 20. maí og heim aftur mánudaginn 23. maí. Innifalið í verðinu er 20 kg taska hjá PLAY báðar leiðir. Gist verður á Holiday Inn Regent Park í London en gistingunni fylgir einnig morgunmatur á hótelinu og kvöldmatur. Ferðir til og frá flugvelli eru einnig í pakkanum en tekin verður lest frá Stansted og sömuleiðis frá hótelinu á flugvöllinn á mánudeginum. Að sjálfsögðu er miði á leikinn einnig í pakkanum ;) Tveir fararstjórar frá Arsenal-klúbbnum muna fylgja hópnum. Þetta verður bara gaman! 

Verðið er 115.000 kr á mann miðað við tvo saman í herbergi. Aukagjald fyrir að vera í einstaklingsherbergi er 55.000 krónur. Það er því miður ekki í boði á þessu hóteli að vera þrír saman í herbergi. 

Til að fá nánari upplýsingar um ferðina eða bóka ferð er málið að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

----------------------------

Hér er listi yfir þau félög sem við erum með samning við:

Enska úrvalsdeildin
Arsenal
Chelsea
Leeds United
Liverpool
Tottenham
Manchester United
Manchester City
Everton
Southampton
Newcastle
Crystal Palace
Watford
West Ham

Championship
Fulham
QPR
Cardiff

Spánn
FC Barcelona

Skotland
Celtic