Fótboltaferðir

Við hjá Ferðaskrifstofunni Komdu með / Bolti.is getum útvegað fótboltamiða á heimaleiki hjá flestum liðunum í ensku úrvalsdeildinni. Í flestum tilfellum á Englandi eru þetta miðar sem fylgir aðgangur að Lounge-i á vellinum fyrir og eftir leik þar sem miðarnir eru keyptir beint af viðkomandi félagi. Getum einnig útvegað miða á leiki á Spáni, Frakklandi, Hollandi, Skotlandi, Þýskalandi og á Ítalíu. Einnig erum við með miða á leiki í Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildinni. Miðarnir sem við erum með eru oftast e-miðar en þeir eru sendir í tölvupósti nokkrum dögum fyrir leikina eða beint í síma viðskiptavina okkar.

Ferðaskrifstofan Komdu með er í samvinnu við Ferðaskrifstofuna Tango Travel í sambandi við ferðir á leiki með flugi, gistingu og miða á leik. Nánari upplýsingar um þá pakka: www.tango.travel 

MIÐASALA Á LEIKI Í ENSKU ÚRVALSDEILDINNI 2023/2024 HÓFST ÞANN 15. JÚNÍ 2023

Sendu okkur tölvupóst á midar@bolti.is með upplýsingum um þann leik sem þú vilt fara á og við sendum þér verð í miðana fljótt og örugglega.

Skilmálar
Miðar á íþróttaviðburði og tónleika gilda á viðkomandi viðburð. Ef leikjum eða tónleikum er frestað af einhverjum ástæðum gilda miðarnir á nýja dagsetningu á viðkomandi viðburði.