Hér eru samankomnar allar þær ferðir og afþreying sem við höfum fundið í boði á Íslandi. Það er um að gera að ferðast innanlands í sumar og finna sér eitthvað skemmtilegt að gera hér á þessari síðu.
Íslenski hesturinn hefur heldur betur reynst okkur vel í gegnum tíðina. Erkki kominn tími að endurheimta kynning og skreppa með fjölskylduna eða vinahópinn á hestbak?
Að sjá og upplifa hvali við Íslandsstrendur er eitthvað sem fáir gleyma. Það er eitthvað svo stórfenglegt og auðmýkjandi. Hvetjum sem flesta að prófa allavega einu sinni.
Það er alveg hægt að fara í hvalaskoðun. Það er líka hægt að fara að skoða lunda. En afhverju ekki að slá þessu saman í lúxusferð á litlum báti þar sem upplifunin er algjörlega einstök.
Norðursigling býður uppá frábærar hvalaskoðunarferðir frá Húsavík. Húsavík hefur getið sér orð sem einn besti staðurinn í heiminum að skoða hvali og því nauðsynlegt að prófa þetta allavega einu sinni á æfinni.
Dagana 16. ágúst til 1. September gefst óhræddum einstakt tækifæri til að sjá kvikmyndina „Ég man þig“ á sjálfum tökustaðnum, Hesteyri í Jökulfjörðum. Hrólfur Vagnsson, vert í Læknishúsinu segir mikla eftirvæntingu ríkja varðandi sýningarnar, myndin var sýnd í fyrra á sama stað og vakti mikla lukku.
Íslenski hesturinn hefur heldur betur reynst okkur vel í gegnum tíðina. Erkki kominn tími að endurheimta kynning og skreppa með fjölskylduna eða vinahópinn á hestbak?
Þetta er eitt af því skemmtilegra. Að sigla á Jökulsá Vestri með fjölskyldu eða vinum er góð skemmtun. Þetta er mild ferð sem flestir ráða við en samt alltaf spennandi og um að gera að busla dálítið.
Ef þið ætlið til Vestmannaeyja þá er nánast skylda að fara í túr á fjórhjólum um Heimaey. Þarna er heilmikil saga og fallegt umhverfi. Frábær fjölskylduferð.
Vök Baths eru heitar náttúrulaugar sem opnuðu í júlí 2019 og eru staðsettar á bökkum Urriðavatns við Egilsstaði. Það er ekki mikið um náttúruleugar á Austurlandi og því er einstakt að koma við og láta hversdagsleika líða úr líkamanum.
Bjórböðin eru staðsett á Árskógssandi og eru þau fyrstu á Íslandi. Þarna er heldur betur hægt að slaka á og njóta lífsins. Ekki sakar að fyrir þá sem hafa náð aldri er bjórdæla við hliðina á þér :)