Skilmálar

1. Komdu með ehf (Hér eftir “Ferðaskrifstofan”) er löggild ferðaskrifstofa með leyfi frá Ferðamálastofu Íslands og ber tryggingar gagnvart viðskiptavinum sínum eins og lög gera ráð fyrir.

2. Ferðaskrifstofan ábyrgist ekki óviðráðanlegar breytingar á ferðum sínum s.s. breytingar á flugtímum t.d. vegna seinkunnar og skyndilegrar breytingar á tímasetningum atburða sem sóttir eru heim. Ef viðburði er aflýst af óviðráðanlegum ástæðum eru miðar á viðkomandi viðburð endurgreiddir en ekki er hægt að endurgreiða flug, hótel og annan tilfallandi ferðakostnað. Ferðaskrifstofunni er heimilt að breyta eða aflýsa ferð í heild sinni ef ófyrirsjáanlegar aðstæður krefjast þess enda hafði hún enga stjórn eða leið til að hafa áhrif á aðstæður. Ferðaskrifstofan munu senda farþegum tilkynningu þess efnis við fyrsta mögulega tækifæri.

3. Allir flugtímar í pakkaferðum eru áætlaðir flugtímar. Í þeim tilfellum þegar flugfélag fellir niður flug af einhverjum ástæðum reynir Ferðaskrifstofan að útvega annað flug ef það er möguleiki eða viðkomandi ferð er endurgreidd.

4. Þegar um er að ræða hópferð þar sem tengiliður hóps biður um tilboð og sér um samskipti fyrir hönd hópsins, mun Ferðaskrifstofan koma öllum upplýsingum varðandi breytingar á ferðum til tengiliðs og hann ábyrgur fyrir að koma upplýsingum áfram til annarra meðlima hópsins.

5. Auglýst verð innihalda öll gjöld og skatta nema annað sé greinilega tekið fram.

6. Verð á ferðum er staðgreiðsluverð og miðast við gengisskráningu og flugfargjöld. Uppgefið verð við staðfestingu pöntunar getur breyst í samræmi við breytingar sem kunna að verða á einum eða fleiri af eftirtöldum þáttum. Ferð sem er að fullu greidd tekur þó ekki slíkum verðbreytingum og sé ferð greidd að meiru en hálfu (en þó ekki að fullu) tekur ferðin verðbreytingum að 50% hluta: Flutningskostnaði, þar með töldum eldsneytiskostnaði. Álögum, sköttum eða sérgreiðslum fyrir tiltekna þjónustu, t.d. lendingargjöld. Gengi þess gjaldmiðils sem á við tiltekna ferð.

7. Ekki má breyta umsömdu verði síðustu 20 dagana áður en ferð hefst.

8. Hægt er að greiða fullnaðargreiðslu á vefsíðu eða á vefspjalli. Einnig er hægt að millifæra inn á bankareikning en passa að setja rétta skýringu með.

9. Ferðamaður getur framselt samning um pakkaferð áður en ferð hefst til annars ferðamanns sem uppfyllir öll skilyrði viðkomandi samnings, hafi hann tilkynnt Ferðaskrifstofunni það með hæfilegum fyrirvara. Framseljandi og framsalshafi bera sameiginlega óskipta ábyrgð á greiðslu eftirstöðva pakkaferðar og öllum þeim kostnaði sem hlýst af slíku framsali.

10. Afpöntun og aflýsing pakkaferðar:

Ekki er hægt að afbóka ferð þar sem öll þjónusta sem er bókuð fyrir ferðamann er staðgreidd af Ferðaskrifstofu við bókun.

Ferðaskrifstofan getur aflýst pakkaferð ef ekki er hægt að efna samninginn um pakkaferðina vegna óvenjulegra og óviðráðanlegra aðstæðna. 

11. Við bókun ferðar þarf að greiða ferð að fullu. Þar sem sú þjónusta sem er bókuð fyrir ferðamanninn er staðgreidd af Ferðaskrifstofu er endurgreiðsla ekki í boði ef ferðamaður ákveður að afpanta pakkaferðina.

12. Aðeins er hægt að nota gjafabréf Ferðaskrifstofunnar þegar ferð er bókuð.  Aðeins er hægt að nota eitt gjafabréf í bókun.

13. Viðskiptavinum er bent á að kynna sér ferðaskilmála þeirra flugfélaga sem ferðast er með, t.d. hvað varðar farangursheimildir og aðra þjónustu sem geta borið auka kostnað.

14. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð á skemmdum á töskum sem kunna að verða í leiguflugi, áætlunarflugi eða öðrum farartækjum sem ferðast er með. Verði skemmdir á tösku eða taska týnist í flugi ber farþega að fá skriflega skýrslu hjá flugvallaryfirvöldum á staðnum. Farþegar sækja bætur beint til þeirra flugfélaga sem um ræðir. Flugfélagið mun svo sjá um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum og er greiðsla send beint til farþega. Ferðaskrifstofan ber ekki ábyrgð ef farangur tapast eða hann berst farþega seint vegna rangrar afgreiðslu á flugvelli.

15. Ferðakaupandi ber sjálfur ábyrgð á því að mæta tímanlega í pakkaferðir á vegum Ferðaskrifstofunnar. Bæði heima og erlendis.

16. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt á að vísa fólki úr skipulögðum ferðum ef viðkomandi telst ekki ferðafær vegna óhóflegrar áfengis- og/eða lyfjaneyslu og/eða hegðun og samskiptum við starfsfólk Ferðaskrifstofunnar, samstarfsaðila eða aðra viðskiptavini er verulega ábótavant.

17. Forfallatrygging er ekki í boði, við bendum á að forfallatryggingar má fá hjá tryggingafélögum. Að auki bjóða flest greiðslukort upp á tryggingar séu ferðir greiddar með korti. Við hvetjum viðskiptavini til að kynna sér þessa valmöguleika.

18. Ferðaskrifstofan geri fyrirvara um innsláttar- og prentvillur á útgefnu kynningarefni hvort sem það er á pappír eða á vefnum.

19. Ef nánari upplýsinga er þörf er hægt að hafa samband í gegnum tölvupóst komdumed@komdumed.is.

20. Ferðaskrifstofan áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum fyrirvaralaust.